


Gæði á góðu verði!
Mildar í maga
Acacia trefjar (Fibergum™) eru náttúrlegar vatns-
uppleysanlegar trefjar unnar úr sérvaldri kvoðu sem kemur úr stofni og greinum acacia trjáa. Acacia trefjarnar frá IceVital eru að lágmarki 90% vatnsuppleysanlegar og geta hjálpað til við að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru (e. prebiotic) og þannig dregið úr áhrifum iðraólgu og fjölmörgum öðrum einkennum slæmrar meltingar.
Acacia trefjar fara vel í maga og betur en margar aðrar sambærilegar trefjar. Þær geta því verið góður kostur fyrir einstaklinga með viðkvæma meltingu.
Heilbrigður meltingarvegur
Heilbrigður meltingarvegur getur eðli sínu samkvæmt unnið úr næringarefnum með skilvirkum hætti og þannig séð líkamanum fyrir þeim næringarefnum sem hann þarfnast.
Einstaklingar sem þjást vegna óheilbrigðis í meltingarvegi geta því upplifað ýmis óheppileg óþægindi svo sem brjóstsviða, vindverki, harðlífi, niðurgang, flökurleika og magaverki. Meltingartruflanir geta því haft mikil áhrif á lífsgæði og heilsu


Kostir trefjaríkrar fæðu
Trefjarík fæða er mikilvæg fyrir heilbrigða starfsemi meltingarvegarins en kostir trefjaríkrar fæðu eru þó margvíslegir. Trefkarík fæða getur meðal annars stytt meltingartíma fæðu, komið í veg fyrir harðlífi og í sumum tilvikum jafnvel haft hamlandi áhrif á myndun ristilkrabbameins.
Trefjar eru einnig seðjandi og geta þannig dregið úr hungurtilfinningu og því komið að gagni þegar leitast er við að draga úr kaloríu-inntöku.
Vatsnlosandi trefjar eins og Acacia hafa auk þessa fleiri heilsubætandi áhrif. Þær eru t.d. taldar geta dregið úr kólesteróli í blóði (e. chilesterolemia) og dregið úr blóðsykurshækkun eftir máltíðir (e. postpandrial glycemia) sem og að efla gerjun og meltingu matarins

IceVital vörurnar eru á leið í öll
helstu apótek á landinu

Innihald
Eitt hylki af Acacia trefjum innihalda 333mg af FibergumTM.
Önnur innihaldsefni: Engin
Acacia Trefjar innihalda 90 hylki.
Hylkin eru án litarefna og úr viðurkenndu hráefni úr jurtaríkinu (HPMC).
Notkun:
Ráðlagður skammtur er 1 - 2 hylki tvisvar á dag með vatni.
Gott er að byrja á á smærri skammti og bæta við ef þörf er á.
