


Gæði á góðu verði!
IceVital er ný vörulína frá Hafkalki ehf. með áherslu á hágæða innflutt innihaldsefni frá bestu framleiðendum hráefna í heiminum.
Allar vörur eru án aukaefna og framleiddar á Bíldudal.
Smellið á hnappana hér að neðan til að lesa meira um hverja vöru fyrir sig.
Slakandi - Sítrus Extrakt
Náttúruleg blanda unnin úr berki af lífrænt ræktuðum sætum appelsínum, blandað litlum skammti af acacia trefjum til að tryggja þægilegri meltingu og hámarks virkni. Inniheldur að lágmarki 20% limonene sem talið er geta dregið úr einkennum krónískrar streitu án sljóvgandi áhrifa.
Styrkjandi - Kreatín
100% hreint, hágæða kreatín (Creapure®) án aukaefna. Viðheldur virkni vöðva hjá eldra fólki og getur aukið afköst við stuttar, erfiðar æfingar. Fyrir styrk, snerpu og vöðvauppbyggingu. Kreatín er eitt vinsælasta og mest rannsakaða fæðubótarefni í heimi.
Spírulína
Hágæða Spírulína blágrænþörungar án aukaefna. Oft kölluð ein af „ofurfæðum“ jarðar með yfir 100 mikilvæg næringarefni s.s. prótín, vítamín, steinefni, amínó sýrur, blaðgrænu, ensím og andoxunarefni. M.a. talið hafa góð áhrif á framleiðslu mótefna í líkamanum og örva virkni ónæmiskerfisins.
Acacia Trefjar
Vatnslosanlegar „pre-biotic“ trefjar unnar úr acacia trjám. Geta hjálpað til við að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru og þannig komið jafnvægi á meltinguna. Vatnslosanlegar trefjar eru einnig taldar geta dregið úr kólesteróli í blóði og dregið úr blóðsykurshækkun eftir máltíðir.
IceVital vörurnar eru á leið í öll
helstu apótek á landinu
