
Náttúruleg jarðvegsbætiefni


Í Frakklandi og á Bretlandseyjum er löng hefð fyrir notkun kalkþörunga til að bæta jarðveg. Þar er þetta kallað maërl. Kalkþörungarnir mynda gegndræpan innri stoðvef úr kalki og öðrum steinefnum úr hafinu. Þeir eru virkari heldur en jarðkalk og skeljasandur vegna þessarar einstöku uppbyggingar.
-
Þeir brotna hraðar niður og plöntur eiga auðveldara með að nýta þá
-
Hinn mikli fjöldi stein- og snefilefna er afar mikilvægur
-
Það þarf mun minna magn heldur en ráðlagt er af öðrum kalkgjöfum
-
Hækkar sýrustig pH í jarðvegi og hindrar mosavöxt
-
Hentar vel til garðyrkju og matjurtaræktar
-
Viðurkennd aðföng til lífrænnar framleiðslu
Jarðvegsbætiefni Hakalks ehf. fást í tveimur mismunandi tegundum bæði kornað og ókornað í bæði 5 og 10kg plastfötum en einnig í 500 og 1000kg stórsekkjum.
Óunnir hreinsaðir kalkþörungar hafa langtímavirkni í jarðveginum en kornaðir leysast upp á skemmri tíma.
Kalkþörungar innihalda a.m.k. 30% kalk og 2% magnesíum og auk þess járn, sink, selen, kalíum, mangan, strontíum, kóbalt o.fl.
Kalkþörungar eru einnig nýttir sem steinefnafóður fyrir búfé og sem fæðubótarefnið HAFKALK fyrir mannfólkið.
