
Hvað eru kalkþörungar ?

Lifandi Lithothamnion kalkþörungur.

1000x stækkun sýnir einstaka uppbyggingu kalkþörungsins.
Heimild: Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir Hafkalk ehf.
Náttúrulegur steinefnagjafi úr hafinu
Hafkalk ehf. notar kalkþörunga úr Arnarfirði í vörur sínar. Þessi tegund kalkþörunga (Lithothamnion) er aðeins unnin á þremur stöðum í heiminum. Kalkþörungarnir eru vottuð náttúruafurð og jafnframt eru þeir vottaðir til lífrænnar framleiðslu. Þeir eru unnir á mismunandi vegu, allt eftir því um hvaða framleiðsluvöru er um að ræða.
Kalkþörungurinn er sjávarjurt sem er náttúrulega rík af ýmsum steinefnum. Þar ber helst að nefna kalk og magnesíum auk 72 annarra stein- og snefilefna s.s sink, járn, joð og selen.
Kalkþörungum er oft ruglað saman við kóraldýr sem eru ólíkar lífverur með allt aðra uppbyggingu. Kalkþörungarnir eru nýttir á sjálfbæran hátt og einungis eru notaðar stoðgrindur kalkþörunganna sem hlaðist hafa upp á sjávarbotninum á löngum tíma.
Kalkþörungarnir hafa einstaka uppbyggingu og á vaxtaskeiði sínu nýta þeir hin fjölmörgu næringarefni sem í sjónum eru til að byggja upp stoðgrind sína. Einna helst mætti líkja uppbyggingu þörungsins við uppbyggingu býkúpu eins og sjá má á mynd hér til hliðar. Þessi sérstaka lífræna uppbygging eykur yfirborð og er ein ástæða góðrar upptöku þörungsins hjá mönnum og dýrum.