top of page

Gæði á góðu verði!

Náttúrulega!

Slakandi sítrus extrakt inniheldur Serenzo™, náttúrulega blöndu sem unnin er úr berki af lífrænt ræktuðum sætum appelsínum, sem þróuð var í Frakklandi gegn krónískum streitueinkennum. Slakandi inniheldur einnig lítinn skammt af Acacia trefjum til að tryggja þægilega meltingu og hámarks virkni.
Slakandi sítrus extrakt hefur náttúrlega slakandi eiginleika, án allra sljóvgandi áhrifa. Þannig getur það stuðlað að bættu andlegu og tilfinningalegu jafnvægi við langvarandi álag og streitu.

Stutt rannsóknum

Virkni Serenzo, innihaldsefnisins í Slakandi, hefur verið rannsakað í klínískum rannsóknum með góðum niðurstöðum.  40 menn og konur á aldrinum 18-60 sem voru undir mikilli streituálagi tóku þátt í rannsókn þar sem þau tóku 500mg af Serenzo í 12 vikur. Hver og einn fyllti út stöðluð spurningablöð og skiluðu inn munnvats sýnum til

greiningar í byrjun rannsóknar, eftir 6 vikur og í lok rannsóknarinnar eftir 12 vikur. Í lok rannsóknar voru 95% af rannsakendum og 87,5% af þátttakendum sannfærðir um að Serenzo hjálpaði þeim við að hafa hemil á stress einkennum. Niðurstöður af spurningablöðum bötnuðu í öllum tilvikum , þar með talið á “Hamilton Anxiety Scale” sem er af mörgum talinn helsti staðallinn við mælingar á streitu.
 

 

Innihald

Eitt hylki af Slakandi inniheldur 250mg af SerenzoTM, sem er náttúrulegt sítrus extrakt blandað litlu magni af náttúrulegum Acacia trefjum.

Önnur innihaldsefni: Engin

Eitt glas af Slakandi inniheldur 60 hylki.

Hylkin eru án litarefna og úr viðurkenndu hráefni úr jurtaríkinu (HPMC).

 

Notkun:

Ráðlagður skammtur er 1 hylki tvisvar á dag með vatni.

IceVital vörurnar eru á leið í öll

helstu apótek á landinu

bottom of page