top of page

Gæði á góðu verði!

Ein af ofurfæðum jarðar!

Spírulína frá IceVital inniheldur hágæða Spírulína frá leiðandi framleiðanda í Evrópu. Að lágmarki 60% prótein.
IceVital bætir engu við þegar sett er á hylkin. Þau eru full af 100% hreinu Spírulína og því laus við algeng íblöndunarefni.
Spírulína er ein næringarríkasta fæða jarðar með yfir 100 mikilvæg næringarefni svo sem prótín, fjölda víta-
mína og steinefna og auk þes amínó sýrur, blaðgrænu (chlorophyll), ensím og andoxunarefni.

Eflandi fyrir ónæmiskerfið

Heilbrigt ónæmiskerfi er lífsnauðsynlegt öllum og stuðlar að því að líkaminn geti með eðlilegum hætti haldið í skefjum ýmis konar sýkingum og sjúkdómum og kemur t.d. einnig við sögu þegar sár gróa. Til að viðhalda heilbrigði ónæmiskerfisins er því mikilvægt að huga vel að mataræði og hreyfingu til að tryggja hámarks virkni. Spírulína er oft kölluð ein af „ofurfæðum” jarðar vegna hinna ýmissu næringarefna sem í því er, en í rannsóknum hefur spírulína einnig verið tengt við bætt ónæmiskerfi.

Spírulína er þannig talið hafa góð áhrif á framleiðslu mótefna í líkamanum, sem og að örva virkni T- og B- fruma (eitilfruma), einum mikilvægustu þáttum heilbrigðs ónæmiskerfis.

Góð áhrif á orkubúskapinn

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á Spírulína í tengsl-
um við æfingar, orku og þreytu, t.d. áhrifum þess á vöðvaskemmdir við erfiðar æfingar sem og áhrif á andleg og líkamleg þreytueinkenni.
Niðurstöður bentu til að Spírulína gæti dregið úr vöðvaskemmdum við mjög erfiðar æfingar og gæti seinkað þreytueinkennum við slíkar aðstæður. Einnig kom í ljós að afköst (Kcal brennt í 30mín æfinu á fjölþjálfa) jukust eftir einnar viku inntöku á Spírulína. Þreytu-
mælingar sýndu einnig bætingu fjórum tímum eftir fyrstu inntöku sem og átta vikum seinna.

 

Innihald

Eitt hylki inniheldur 450mg af hreinum spírulína þörungum.
Önnur innihaldsefni: Engin

Spírulína inniheldur 180 hylki.

Hylkin eru án litarefna og úr viðurkenndu hráefni úr jurtaríkinu (HPMC).

 

Notkun:

Ráðlagður skammtur er 3-7 hylki á dag með vatni.

Taka má allt að 20 hylki á dag fyrir hámarks virkni.

Mælt er með að börn á aldrinum 6-12 taki helmingi minna en fullorðnir til að forðast of mikla inntöku járns.

IceVital vörurnar eru á leið í öll

helstu apótek á landinu

bottom of page