
Steinefnafóður
HAFBÚ – Acid Buf™
Kalkþörungar eru nýttir sem steinefnafóður fyrir búfénað. Ef ekki tekst að halda stöðugu sýrustigi í vömb kúa getur það leitt til efnaskiptasjúkdóma og minni framleiðslugetu. Heilbrigð vömb stuðlar að meiri mjólkurframleiðslu og hærra fitu- og proteinhlutfalli.
Kornastærð ≤ 150µ. Magnesium er blandað í fóðrið og er þá 5%.
Ummæli bóndans á Hóli í Önundarfirði, sem fyrstur notaði efnið hér á landi voru, eftir eins árs notkun, að heilsufar kúnna hefði stór batnað. Doði og jafnvel súrdoði væri nánast horfinn, kálfadauði hefði snar minnkað og protein og fituinnihald í mjólkinni hefði aukist. Eftir að þessi ummæli komu fram í viðtali í sjónvarpsfréttatíma haustið 2008 hafa nokkrir bændur í öllum landshlutum byrjað að blanda kalkþörungum í fóðrið fyrir gripina.
Kalkþörungarnir nýtast líka öðrum húsdýrum og bæta heilsu þeirra.
Steinefnafóðrið er vottað til notkunar í lífrænni framleiðslu og hefur einnig fengið alþjóðlega vottun fyrir fóður FEMAS.
Hafbú er fáanlegt í 20kg fötum og 1100kg stórsekkjum.
HAFGÆLA
Eigendum hunda og katta er ráðlagt að gefa dýrum sínum fóður og mat sem inniheldur um 0,5% – 1% kalk (sjá næringartöflu hér að neðan). Kalkþörf dýranna er misjöfn eftir aldri og tímabilum og sem dæmi hafa mjólkandi dýr mikla kalkþörf en oft vantar kalk í fóðrið.
Hafgæla inniheldur um 30% af hreinu náttúrulegu kalki. Einstök náttúruleg uppbygging kalkþörunganna gerir það að verkum að upptaka kalks og steinefna verður meiri en í sambærilegu magni af beinamjöli eða jarðkalki. Hafgæla inniheldur einnig magnesíum sem styður við upptöku kalksins og önnur snefilefni úr hafinu s.s. fosfór, járn, kalíum og mangan sem stuðla að náttúrulegu jafnvægi.
Hafgæla stuðlar að heilbrigðri beinabyggingu, styrkir liði og hefur hefur góð áhrif á feld og klær.
Hafgæla er fáanleg í 200gr glösum.



