


Gæði á góðu verði!
Náttúruleg orkuuppspretta
Kreatín finnst náttúrulega í líkamanum og hjá fullorðnum einstaklingi eru að jafnaði um 80 - 130grömm af Kreatíni. Helming þess býr líkaminn til, en hinn helminginn þarf að bæta sér upp með mataræði og/eða fæðubót.
Kreatín leikur lykil hlutverk í flutningi orku innan og á milli hinna ótalmörgu fruma líkamans t.d. í vöðvum, hjartanu, heilanum og öðrum líffærum.
Kreatín kemur einnig við sögu í fjölmörgum öðrum þáttum í heilbrigðri líkamsstarfsemi og hefur t.d. andoxunarvirkni. Þá er það talið hjálpa fólki, einkum þeim sem eldri eru, að viðhalda heilbrigðum vöðvum, beinum, heila og taugakerfi.
Kreatín er eitt mest rannsakaða fæðubótarefni heims og hefur veið undir smásjánni í nærri 200 ár.
Fyrir krefjandi leiki og störf
Um 90% af kreatínbirgðum líkamans eru geymdar í vöðvunum. Allar frumur þurfa orku og vöðvafrumur sérstaklega mikið þegar vöðvarnir eru notaðir. Kreatín hjálpar til við að koma þessari orku til skila.


Vöðvar fá orku eftir nokkrum leiðum. Við langvarandi æfingar, t.d. í langhlaupum, framleiðir líkaminn fyrst orku með því að nota glýkógen (Fæst úr kolvetnum) og seinna með brennslu á fitu.
Við álags-æfingar eins og t.d. spretthlaup, lyftingar eða aðrar hreyfingar sem krefjast mikillar áreynslu, þurfa vöðvarnir gríðarmikla orku strax. Í byrjun þessara æfinga þurfa vöðvarnir því að nýta orkubirgðir sem eru aðgengilegar samstundis. Þessar orkubirgðir eru í formi efnasambanda sem kallaðar eru ATP og PCr.
Þegar vöðvar hvílast eru 2/3 hlutar kreatíns geymt í formi PCr. Áður en ATP birgðir líkamans klárast við líkamlega áreynslu, fyllir svokallað CK ensím á ATP birgðinar með flutningi/umbreytingu úr PCr birgðunum og gerir það þar til að um 80% af PCr birgðunum hafa verið nýttar.
Þannig ná vöðvarnir að halda styrk og virkni þar til PCr birgðirnar eru orðnar litlar. Þegar vöðvarnir fá síðan hvíld aftur umbreytast ATP birgðirnar aftur í PCr form.
Fyrir alla krefjandi leiki og störf er því gríðarlega mikilvægt að hámarka þessar birgðir líkamans til að vöðvar líkamans virki sem skyldi þegar mikið liggur við. Það má m.a. gera með reglulegri inntöku á hágæða kreatíni.
Creapure® - Leiðandi framleiðandi kreatíns
Styrkjandi kreatín frá IceVital inniheldur einungis 100% Creapure® kreatín frá Alchem í Þýskalandi sem er leiðandi framleiðandi kreatíns í heiminum. Creapure® kreatín er 100% hreint og laust við öll óhreinindi og umdeild aukaefni. Engu er bætt við í framleiðslu IceVital. Creapure® er prófað af “Cologne List” reglulega og er Kosher, Halal, GMP og HACCP vottað


Innihald
Eitt hylki af Styrkjandi inniheldur 515mg af Creapure®,hágæða kreatín mónóhýdrati.
Önnur innihaldsefni: Engin
Styrkjandi inniheldur 180 hylki.
Hylkin eru án litarefna og úr viðurkenndu hráefni úr jurtaríkinu (HPMC).
Notkun:
Ráðlagður skammtur er 3 hylki, tvisvar á dag með vatni.
Ath. Koffín er talið skerða upptöku kreatíns.
IceVital vörurnar eru á leið í öll
helstu apótek á landinu
