Hafkalk ehf. hefur frá stofnun haft þá stefnu að nota engin fylliefni eða óæskileg viðbætt aukefni í framleiðsluvörur sínar. Rökin fyrir því eru einföld; Ef það er einhver vafi á því hvort innihaldsefnið sé óhollt eða óöruggt, þá notum við það ekki!

Tilgangur þessara efna er margvíslegur, m.a að tryggja að steyptar töflu haldist saman, að efni renni vel, flýti fyrir þrifum á milli vörutegunda, fylli upp í hylki þar sem það á við og almennt til að vélar og tæki gangi með sem minnstum tilkostnaði.

Umrædd efni eru meðal annars Magnesium og Calcium Stearate, Silica (Silicon dioxide), Stearic Acid, Maltodextrin o.fl. Að sjálfsögðu eru þessi efni misjöfn. Sum eru í besta falli vafasöm en önnur ef til vill meinlaus. Vandamálið er að um er að ræða efni sem gera ekkert til að bæta heilsu eða líðan og geta hugsanlega dregið úr upptöku og virkni.

Betri upptaka og áhættuþættir?

​Gerðar hafa verið áhugaverðar rannsóknir á upptöku og áhrifum algengra aukefna í fæðubótarefnum. Ein af þekktari rannsóknum af þessu tagi sem birt var í Pharmaceutical Technology sýndi að upplausn hylkja án stearats var 90% eftir 20 mínútur en aðeins 25% með þeim (1). Aðrar rannsóknir hafa stutt þessa niðurstöðu og sýnt að með auknu magni af þessum efnum lengist upplausnartími (2).

Magnesium sterat er búið til með því að bæta við magnesíum atómi við stearic sýru. Árið 1990 var birt rannsókn sem skoðaði áhrif stearic sýru á ónæmiskerfið. Niðurstöður gáfu til kynna að efnið gæti dregið úr virkni T-fruma í líkamanum (3). T-frumur þjóna margvíslegum tilgangi og eru mikilvægar fyrir rétta virkni ónæmiskerfisins.

Til eru rannsóknir sem færa rök fyrir óbreyttri upptöku og jafnframt að magnesium stearate og fleiri algeng efni séu hættulaus. Jafnframt hefur átt sér stað mikil rökræða síðastliðin ár innan greinarinnar um réttmæti þessara efna og þá einna helst magnesium stearats.

Á meðan að efnin eru jafn umdeild og raun ber vitni mun Hafkalk ehf. ekki nota þau.

Meira virði​

Sú ákvörðun að nota ekki aukefni hefur ýmis áhrifa á daglega vinnslu Hafkalks. Við eyðum töluverðum tíma í að tryggja rétt rakastig, góða blöndun og rétta áfyllingu á hylki en einnig meiri tíma til þrifa milli vörutegunda.

Viðskiptavinurinn fær í staðinn vöru sem inniheldur einungis þau efni sem gagnast honum og er laus við vafasöm og hugsanlega óholl eða hættuleg hjálparefni.

Við hvetjum alla til að gera samanburð !

Heimildir:

1: Effect of magnesium stearate or calcium stearate as additives on dissolution profiles of diltiazem hydrochloride from press-coated tablets with hydroxypropylmethylcellulose acetate succinate in the outer shell. Fukui, E.; Miyamura, N; Kobayashi, M., International Journal of Pharmaceutics, 2001;216, bls. 137.

2: The effect of formulation on I-131 dissolution in vitro from sodium iodide capsules. Lee YY, Shaw SM, Peck GE Drug Dev Ind Pharm, 1995;21, bls. 663–673.

3: Molecular basis for the immunosuppressive action of stearic acid on T cells. Tebbey P.W & Buttke, T.M, Immunology. 1990; 70(3), bls. 379–386.

Image
Image

Náttúrulegur steinefnagjafi úr hafinu

Hafkalk ehf. notar kalkþörunga úr Arnarfirði í vörur sínar. Þessi tegund kalkþörunga (Lithothamnion) er aðeins unnin á þremur stöðum í heiminum. Kalkþörungarnir eru vottuð náttúruafurð og jafnframt eru þeir vottaðir til lífrænnar framleiðslu. Þeir eru unnir á mismunandi vegu, allt eftir því um hvaða framleiðsluvöru er um að ræða.

Kalkþörungurinn er sjávarjurt sem er náttúrulega rík af ýmsum steinefnum.  Þar ber helst að nefna kalk og magnesíum auk 72 annarra stein- og snefilefna s.s sink, járn, joð og selen.

Kalkþörungum er oft ruglað saman við kóraldýr sem eru ólíkar lífverur með allt aðra uppbyggingu. Kalkþörungarnir eru nýttir á sjálfbæran hátt og einungis eru notaðar stoðgrindur kalkþörunganna sem hlaðist hafa upp á sjávarbotninum á löngum tíma.

Kalkþörungarnir hafa einstaka uppbyggingu og á vaxtaskeiði sínu nýta þeir hin fjölmörgu næringarefni sem í sjónum eru til að byggja upp stoðgrind sína. Einna helst mætti líkja uppbyggingu þörungsins við uppbyggingu býkúpu eins og sjá má á mynd hér til hliðar. Þessi sérstaka lífræna uppbygging eykur yfirborð og er ein ástæða góðrar upptöku þörungsins hjá mönnum og dýrum.