Hafkraftur - 60 hylki

Hafkraftur - 60 hylki

2920 kr.
Magn

Verð er með virðisaukaskatti (11%)

Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000kr.

30 daga skilafrestur. Kaupandi borgar sendingarkostnað.

 

Kraftmikil steinefnablanda án aukaefna

Gegn þreytu og orkuleysi

Hafkraftur inniheldur náttúrulegt magnesíum extrakt unnið úr sjó og Sink-L-Aspartate sem er auðmelt og kraftmikið sink, bundið amínósýrunni L-Aspartate. Hafkraftur inniheldur einnig öflugan skammt af virku B6 vítamíni sem virkar án umbreytingar í lifur auk C vítamíns sem styður við virkni efnanna. Innihaldsefni Hafkrafts vinna öll saman að því að stuðla að jafnvægi í orkubúskap líkamans.

Magnesíum sem notað er í Hafkraft er unnið úr sjó og er ein náttúrulegasta og sterkasta uppspretta magnesíums sem völ er á (55%) og er einangrað úr sjó í fimm ára náttúrulegu ferli. Þetta gerir það kleift að hafa mikið magn virkra efna í hverju hylki af Hafkrafti.

Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu. Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því gefið aukna orku samhliða slakandi eiginleikum. Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem líkaminn getur ekki geymt og því mikilvægt að viðhalda með réttu mataræði daglega eða með neyslu fæðubótarefna.

Magnesíumskortur getur komið við sögu í margs konar sjúkdómum og má þar nefna: Þunglyndi og kvíða, hjarta og æðasjúkdóma, háan blóðþrýsting, beinþynningu, sykursýki, krampa og flog.

Hafkraftur inniheldur Sink-L-Aspartate sem er sink bundið amínósýrunni L-Aspartate. Líkaminn getur ekki geymt sink og því mikilvægt að viðhalda því með réttu mataræði eða með neyslu fæðubótarefna. Sink er m.a. mikilvægt fyrir efnaskipti og orkubúskap líkamans og hefur jákvæða tengingu við sykurefnaskipti og verkun insúlíns í líkamanum. Þá gegnir það mikilvægu hlutverki í ónæmiskerfinu og kemur við sögu þegar sár gróa.

Hafkalk ehf. notar aðeins B6 vítamín á forminu Pyridoxal 5-Phosphate (P-5-P) sem er virka formið af B6 vítamíni og virkar án umbreytingar í lifur. Það er talið hafa allt að tífalda virkni í samanburði við hefðbundið B6 vítamín og einnig talið öruggara í notkun. B6 vítamín tengist mörgum þáttum í líkamsstarfsemi fólks, bæði andlegum og líkamlegum, s.s. virkni heilans og vöðvanna, upptöku fitu og próteina, B12 vítamíns o.fl. Þá tekur það einnig þátt í nýtingu og varðveislu orku úr fæðunni.

Hafkraftur inniheldur 400 mg af C vítamíni í tveimur hylkjum. C vítamín styður við upptöku á magnesíum en er einnig lífsnauðsynlegt vítamín eitt og sér. Mannskepnan er ein fárra lífvera á jörðinni sem ekki framleiðir sitt eigið C vítamín en líkaminn nýtir það m.a. við myndun próteins til uppbyggingar húðarinnar, sina, liðamóta og æða og til viðgerða og viðhalds á brjóski, beinum og tönnum. C vítamín er náttúrulegt andoxunarefni og spilar lykilhlutverk í orkubúskap líkamans.
Skortur á C vítamíni hefur m.a. verið tengdur við óeðlilega þreytu, orkuleysi, vöðva- og liðverki.

 

Hafkraftur er án allra hjálpar- og aukaefna s.s Magnesíum Sterats og Silica, rétt eins og aðrar vörur Hafkalks ehf.

Slíkt er mjög sjaldgæft í sambærilegum vörum. Gerið samanburð!

 

 

Innihald:

Eitt hylki af Hafkrafti (600mg) inniheldur:

Magnesíum   200mg   (57% RDS), C Vítamín 196mg  (261% RDS), Sink 10mg   (100% RDS), B6 vítamín   5mg   (385% RDS)

Hylkin eru án litarefna úr viðurkenndu hráefni úr jurtaríkinu (HPMC).

Ráðlagður skammtur er 1-2 hylki með mat.

 

Notkun:

Mælum með að teknar séu 2 töflur tvisvar á dag fyrstu 2-3 vikurnar til að hlaða upp birgðir líkamans. Að þessum tíma liðnum má minnka skammtinn niður í 2 hylki á dag.

Mál (L x V x H) 0 x 0 x 0
Þyngd 0